Nótt

Gullský glæst í förum.
Ganga inn í stjörnunótt.
Blær með blíðyrði á vörum.
Býður þeim góða nótt.
Andvarinn hvíslar orðum.
Elskuríkum sem forðum.
Að sofandi jarðar jóðum.
Og jurtum hjartagóðum.                                          

Hlynir höfðum fínum.
Halla að svartri nótt.
Grösin í sverði sínum
Sofa vært og rótt.
Andar friði úr firrð.
Fjöll halda sinni kyrrð.
Lækir líða um fljótt.
Læðast í grasi hljótt. 

Jörð dregur anda djúpt.
Dögg sig náttar og ljúft.
Dalur drekkur sitt full.
Fyrr dögun kemur með gull.
Lauftré breiða sín blöð.
Blítt yfir skógar hlöð
Hljótt er í Skírisskóg.
Sköpunin öll í ró.

Sandur og sær í kyrrð.
Sitja, en stjarnafirrð,
sindrar á himni háum,
húmdökkum og bláum.
Værð gefi Guð og hljótt
um gróður, dýr og drótt.
Engla oss geymi gnótt.
Góða nótt, kæra nótt. 

                   Torrevieja 28 julí 2021.

Loading

Annað áhugavert efni:

Deila: