Kjósendur þurfa að hafa samband við ræðismann á Spáni til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.
Hér má finna lista yfir ræðismenn Íslands á Spáni.
Hér er listi yfir forsetaframbjóðendur 2024:
- Arnar Þór Jónsson
- Ásdís Rán Gunnarsdóttir
- Ástþór Magnússon Wium
- Baldur Þórhallsson
- Eiríkur Ingi Jóhannsson
- Halla Hrund Logadóttir
- Halla Tómasdóttir
- Helga Þórisdóttir
- Jón Gnarr
- Katrín Jakobsdóttir
- Kári Vilmundarson Hansen
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Viktor Traustason
Framkvæmd kosningar utan kjörfundar:
Kjósandi gerir grein fyrri sér með skilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt á kjörstað og fær afhent:
- kjörseðil
- umslag utan um kjörseðilinn
- fylgibréf með kjörseðlinum
- annað umslag fyrir póstsendingu
Bréfið skal sent til sveitarfélagsins þar sem kjósandi var síðast á kjörskrá.