Borgarakort Torrevieja

Allir ríkisborgarar sem skráðir eru í Torrevieja geta sótt um Borgarakortið (Terjeta Ciudadano) til að nota í strætisvögnum Torrevieja. Þetta kort gildir einnig í einhver söfn án aðgangseyris.

Hvernig sótt er um Borgarakortið

Staðsetning:

Skrifstofa almenningssamgangna (Oficina de Transporte público) er staðsett í húsinu La Plasa Mercado Central Torrevieja og er opin frá 8:30 til 13:30 mánudag til föstudags.

Skilyrði:

Að vera skráður í Torrevieja (Padron) og vera skuldlaus við sveitarfélagið. (Það þarf að panta tíma.)

Gjald:

7 evrur við útgáfu. Árleg endurnýjun er án kostnaðar.

Skjöl sem þarf að framvísa:

Padrón, N.I.E, residencia og vegabréf. Frumrit, ekki afrit.

Þegar þú sækir um Borgarakort Torrevieja þá er farið fram á Padron sem er bæði skoðað og ljósritað. Þú færð það til baka ásamt eyðublaði sem er greiðslukrafa í banka. Auk þess færðu úthlutuðum tíma til að mæta næsta dag. Í millitíðinni er farið í bankann sem er tilgreindur á eyðublaðinu og 7 Evrur þar greiddar. Þessari kvittun þarftu að framvísa í tímanum næsta dag.

Þegar þú mætir í seinni tímann þá er þessi kvittun skoðuð og kennitalan þín. Auk þess ert þú beðinn um að sitja fyrir í ljósmyndatöku. Nokkrum mínútum síðar færðu Borgarakort (Citizen Card) með mynd af þér á kortinu.

Strætisvagnarnir ganga til meðal annars til La Mata, Las Torretas, Las Lomas, Rocio del Mar, Los Balcones, Los Altos og San Luis.

Loading

Deila: