LUTHER – Íslenskur söfnuður á Spáni

Tilgangur og markmið félagsins er að veita Íslendingum prestsþjónustu á Spáni. Prestur félagsins hlaut prestsvígslu hjá Íslensku þjóðkirkjunni árið 2003 og það er okkar að skapa honum formlegt starfsumhverfi á Spáni okkur öllum til heilla.

Stofnfundur félagsins LUTHER – Íslenskur söfnuður á Spáni var haldinn 2. desember 2021 og hvetjum við alla til að skrá sig í félagið. Félagið er samkvæmt opinberri skilgreiningu íslenskt almannaheillafélag með starfsemi yfir landamæri og markmið þess er að styðja við íslenska prestsþjónustu á Spáni.

Stofnfundurinn var 2. desember kl. 14 á The Hideaway – Bar & Grill. Í Valensíska sjálfstjórnarfélaginu tóku nýjar reglur gildi daginn eftir, 3. desember 2021, þar sem fólk þurfti að framvísa svokölluðum COVID passa til að sækja veitingastaði sem hafa leyfi fyrir 50 manns eða fleiri innandyra.  

Heimasíða safnaðarins er https://luther.is


Hér geturðu skráð þig í söfnuðinn.

Deila: