Nú er komið út app sem veitingamenn geta notað til að athuga bóluefnastatus hjá fólki sem vill inngöngu á staði sem hafa leyfi fyrir meira en 50 manns. Appið er frítt. Almenningur getur líka hlaðið appinu niður á símann sinn og athugað hvort bóluefnapassinn sinn virki eður ei. Þú getur sótt appið hérna:
Að sjálfsögðu er appið virkt fyrir bóluefnavottorðin sem gefin eru út á Íslandi sem annars staðar í Evrópu og víðar. Það sem er gott að gera er að fara í stillingar forritsins og velja þar annaðhvort ensku eða frönsku. Þessu næst er forritið samkeyrt við gagnagrunn Evrópusambandsins svo upplýsingarnar séu ekki of gamlar. Ekki velja 3G eða 2G. Þið veljið hnappinn Travel og skannið svo inn QR-kóða. Með flagginu veljið þið Spán til að máta gildi passans við reglur Spánar. Að lokum fáið þið annaðhvort græna eða rauða valmynd sem segir til um það hvort passinn sé í gildi eður ei. Við skönnun birtist eftirnafn og fornafn þannig að með QR-kóðanum þarf alltaf að nota persónuskilríki, t.d. vegabréfið.