Torrevieja-borg heldur nú í fyrsta sinn áramótahátíð á gamlárskvöld. Hátíðin er ókeypis og er fólki af öllum þjóðernum boðið að taka þátt og njóta. Gert er ráð fyrir að þúsundir taki þátt í stað hundraða áður.
Aðalveislan hefst kl. 23:00 laugardaginn 31. desember 2022 á Plaza de la Constitución og lýkur hátíðinni kl. 01:30 á nýju ári.
Plaza de la Constitución hefur verið vinsælasta almenningsrýmið til að kveðja árið í mörg undanfarin ár.
Þar hafa venjulega safnast saman íbúar í hundraðatali – íbúar sem flestir tilheyra erlendum samfélögum, í kringum klukkuna í vesturturni Kirkju hins flekklausa getnaðar. Síðasta áratug hafa einstaklingar haldið áhrifamiklar flugeldasýningar til að fagna tímamótunum.
Vonir borgarstjórnar standa til að hátíðin verði ómissandi viðburður til frambúðar.