Samevrópskir umhverfismiðar á bifreiðar

N332 í samstarfi við Torrevieja Translators hafa meðal annars þýtt umhverfismiðann sem bráðum verður skylda að vera með til að aka um þau svæði í borgum sem skilgreind eru mengunarsvæði. Þó að miðarnir hafi verið til í nokkur ár, og enn ekki skylda, eykst þörfin fyrir þá. Fyrir næstu áramót eiga öll bæjarfélög með fleiri en 50 þúsund íbúa að hafa skilgreint svæði þar sem umferð er takmörkuð við bifreiðar sem hafa umhverfismiða. Geri þau það ekki mega þau búast við sektum.

DGT útskýrir að umhverfislímmiðinn sé leið til að flokka ökutæki „út frá orkunýtni með hliðsjón af umhverfisáhrifum þeirra.“ Þessi flokkun miðar að því að takmarka umferð á mengunarsvæðum og mögulegum skattfríðindum sem fylgja kaupum á umhverfisvænni bifreiðum.

Það er auðveldast að nálgast umhverfismiðana á pósthúsum með því að framvísa pappírum bílsins og ef þú uppfyllir skilyrðin þá gefa þeir út límmiðann gegn vægu gjaldi.

Hins vegar munu ekki öll farartæki eiga rétt á því að fá umhverfismiða, svo það er þess virði að athuga bílinn þinn, sérstaklega ef hann er af eldri gerð, áður en farið er út á næsta pósthús.

Á vefsíðunni https://gestion.tramitesdgtonline.com/distintivo-ambiental/index.php, geturðu slegið inn skráningarnúmer ökutækisins undir orðatiltækinu „Introduce matrícula a consultar:“ og ýttu á bláa „Consultar“ hnappinn. Eftir stutta stund er þér sagt hvaða merki þú getur sett í ökutækið þitt uppfylli hann skilyrðin.

 

Fjögur merki í boði eru:

0 (núll) útblástur, blár:  Skilvirkustu farartækin farartækin fá þennan miða.

ECO merki: Næst í skilvirkni, aðallega tvinnbílar, bensín eða hvort tveggja.

C, Grænn: Bílar sem brenna eldsneyti og uppfylla nýjustu EURO losunarstaðlana.

B, Gult merki: Bílar sem brenna eldsneyti en uppfylla ekki nýjustu EURO losunarforskriftirnar.

Öll önnur ökutæki sem ekki uppfylla skilyrðin munu ekki fá merki og munu heldur ekki fá að aka á haftasvæðum að viðlagðri sekt.


Þýðing Torrevieja Translators á myndinni:

 

Loading

Deila: